Prenta |

Leikskólinn Langholt

1. júlí 2011 voru Holtaborg og Sunnuborg sameinaðir í einn leikskóla. Ákveðið var að aldursskipta húsunum, þannig að í Holtaborgarhúsinu eru yngri börnin og þau eldri í Sunnuborgarhúsinu.

Á Holtaborg eru 50 börn sem eru fædd árin 2014 og 2015. Þeim er skipt niður á þrjár deildir hússins, Gulu-, Rauðu- og Bláu deild. Deildarstjórar eru Linda Ragna Marteinsdóttir á Bláu, Guðrún Magnúsdóttir á Gulu og Jónína María Sveinbjarnardóttir á Rauðu. 

Á Holtaborginni er salur, sem áður var Græna deild, sem deildirnar þrjár skipta nú á milli sín og nota í ýmsar stundir með börnunum.

 

Sunnuborgin er með 123 börn fædd á árunum 2011-2013. Þau skiptast á fimm deildir hússins, Smálönd, Undraland, Álfaland, Dvergaland og Furðuland. Deildarstjórar eru Ingibjörg Leifsdóttir á Smálöndum, Anna Katrín Sveinsdóttir á Undralandi, Áslaug Pálsdóttir á Álfalandi, Þórdís Jónasdóttir á Dvergalandi og Lilja Guðmundsdóttir á Furðulandi.

 

Þær Hrefna Sigurðardóttir og Helga Alexandersdóttir skipta skólastjórastöðunni og Sigríður Ásta Lárusdóttir er aðstoðarskólastjóri. Hún Þóra Pétursdóttir er svo sérkennslustjóri Langholts.