Labba út í mónum
tína ber
verða kalt á klónum
hlaupa, hlaupa heim

Klifra í klettum
litast um
verða kalt á kollinum
hlaupa, hlaupa heim.

Fara á skautum
renna hratt
renna geysihratt
verða kalt á tánum
hlaupa, hlaupa heim.

Róa til fiskjar
renna og draga þorska
háar eru bárurnar
róa, róa heim.