Nú blánar yfir berjamó
og börnin smá í mosató
og lautum leika sér.
Þau koma, koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett
að tína, tína ber.

En heima situr amma ein,
að arni hvílir lúin bein,
og leikur bros á brá,
er koma þau með körfur inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
og hlæja berjablá.

Guðm. Guðmundsson