Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni liggur klakaþil
hlær við hríðarbyl hamragil.
Mararbára blá brotnar þung og há
unnar steinum á yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn hásetinn.
Snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt,
snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt
nú er skemmtilegt að líta
okkar landið kalda og hvíta
snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt.
Syngjum æ,æ,hopp og hí og hæ
svo það hljómi í þorpi, borg og bæ
inní dölum uppi á fjöllum
ómar loft af hlátrasköllum
syngjum æ,æ,hopp og hí og hæ.
(Lag: Du kan ha'min gamle kone)
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
þá mundi ég láta þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa.
Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skír og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól
Úmbarassa ...
Elsku besti stálagrér,
heyrirðu hvað ég segi þér:
"Þú hefur étið úldið smér,
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri".
Úmbarassa ...
Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég kominn upp í sveit
á rútunni hans Steina.
Skilurðu hvað ég meina?
Úmbarassa ...
Höfði stingur undir væng,
hleypur nú á snærið.
Hún Gunna liggur undir sæng,
öll nema annað lærið.
Nú er tækifærið.
Úmbarassa ...
Höf. ókunnur
Mér er kalt á tánum
ég segi það satt.
Ég er skólaus og skjálfandi
og hef engan hatt.
Það snjóaði í morgun,
það snjóaði í gær.
Ég er hreint alveg ráðalaus,
en hvað um það?
Ég syng mína vísu
um snjóin og mig,
Tra, ra, la, la la la la la
um snjóinn og mig.
Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
:/: Verður margt að meini, :/:
fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
:/: Undan stórum steini :/:
Allt er frosið úti gor
ekkert fæst við ströndu mor
:/: svengd er metti mína, :/:
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
:/: seppi úr sorpi að tína. :/:
Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel
:/: flaug úr fjallagjótum, :/:
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
:/: veifar vængjum skjótum. :/:
Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá
:/: fyrrum frár á velli, :/:
krunk, krunk, nafnar, komið hér
krunk, krunk því oss búin er
:/: krás á köldu svelli. :/:
Íslenskt þjóðlag. Ljóð: Jón Thoroddsen
Sólheimar 19 til 21, 104 Reykjavík
411-3130
langholt@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning