Lóan er komin að kveða burt snjóinn
kveða burt leiðindin, það getur hún
hún hefur sagt mér að senn komi Spóinn
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taka nú sumrinu mót.

(Páll Ólafsson)