Skína smástjörnur
Leikskólinn Langholt hefur tekið þátt í þróunarverkefninu Skína smástjörnur síðan haustið 2012. Verkefnið er samstarfsverkefni fjögurra leikskóla sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið sameinaðir úr tveimur í einn og í kjölfarið aldursskipt húsunum.
Verkefnið er unnið í yngri barna húsinu og felst í því að þróa gæðastarf með yngstu börnum leikskólans. Leikskólarnir sem taka þátt í verkefninu eru; Langholt, Bjartahlíð, Laugasól og Hálsaskógur.
Hér má nálgast áfangaskýrslu verkefnisins sem kom út í júlí 2013.